Launataxtar

Launataxtar eða kauptaxtar eru lágmarkslaun fyrir fulla vinnu. Að öðru leyti gilda laun sem um semst á markaði. Ólöglegt að greiða lægri laun en launatafla í viðhlítandi kjarasamningi kveður á um. Þess vegna er gott að kynna sér kjarasamninga áður en samið er um laun. Að sama skapi er mikilvægt að fylgjast með á launaseðli og fullvissa sig um að rétt laun hafi verið greidd út. Hikið ekki við að leita til FIT ef athugasemdir vegna vangoldinna launa fást ekki leiðréttar.

Sem dæmi má nefna að grunnlaun iðnaðarmanns með sveinpróf, samkvæmt kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins, mega ekki vera lægri en 565.282 kr. á mánuði árið 2024.