Rennismíði
Meðalnámstími í rennismíði er fjögur ár
Rennismíði er löggilt iðngrein. Meðalnámstími í rennismíði er fjögur ár að meðtöldu grunnnámi málmiðngreina, 6 annir í skóla og 60 vikna starfsþjálfun.
Markmið námsins er að gera nemendum kleift að takast á við þau viðfangsefni sem rennismiðir inna af hendi, þ.e. hönnun og nýsmíði íhluta til notkunar í tækjum og vélum.