Garðyrkjufræðingar

Garðyrkjufræðingar í lífrænni ræktun framleiða matjurtir og plöntur, sjá um sölu þeirra og veita ráðgjöf um afurðir lífrænnar ræktunar í gróðurhúsum og úti við.

Í starfi sem garðyrkjufræðingur í lífrænni ræktun getur þú unnið í garðyrkjustöð, gjarnan sem verkstjóri eða ræktunarstjóri.