Atvinnulaus

Hér að neðan eru ýmsar upplýsingar fyrir atvinnulausa.  Vert er að benda á heimasíðuna  Betri tíð  sem er upplýsingatorg fyrir atvinnuleitendur.

Hægt er að skrá sig sem atvinnulausan hjá félaginu til að fá sendar  ýmsar upplýsingar.  Smelltu hér.
 

Félagsmönnum sem er sagt upp vinnu ber að skrá sig atvinnulausa.  Á heimasíðu  Vinnumálastofnunar  er hægt að skrá sig rafrænt og hvaða dag vinnan fellur niður.  Viðkomandi hefur síðan 2 vikur til að staðfesta umsókn sína með undirskrift á þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar.  Sjá nánar á heimasíðu  Vinnumálastofnunar .  Hér að neðan eru tenglar inn á ákveðnar upplýsingar.
 

Vert er að benda á að þegar að sótt er um atvinnuleysisbætur er þér í sjáfsvald sett hvort þú greiðir félagsgjald til stéttarfélags þíns eða ekki.  Með því að greiða félagsgjaldið viðheldur þú réttindum þínum hjá félaginu.  Réttindum til sjúkradagpeninga og þátttöku í kostnaði vegna sjúkraþjálfunar, líkamsræktar, menntunar auk margs annars.  
 

Þegar sótt er um atvinnuleysisbætur fyllir þú út umsóknareyðublað hjá Atvinnuleysistryggingasjóði.  Þá þarf að merkja við að þú viljir að félagsgjöld séu dregin af atvinnuleysisbótunum.
 

Vinnumálastofnun  

Skráning atvinnulausa,  vinnumiðlun ,  greiðsla atvinnuleysisbóta ,  tekjutenging ,   fjárhæð atvinnuleysisbóta ,  almennar upplýsingar ,  almennur launþegi ,  sjálfstætt starfandi ,  námsmenn ,  minnkað starfshlutfall ,  verulegur samdráttur sjálfstætt starfandi ,   lög um atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir ,  vinnumarkaðsúrræði : 
Starfsþjálfun ,  Reynsluráðning ,  Námssamningar,  Atvinnutengd endurhæfing,  Þróun eigin viðskiptahugmyndar,  Frumkvöðlastarf – Starfsorka ,  Sérstök átaksverkefni  og  Sjálfboðaliðastarf.

Miðstöðvar:
 

Deiglan  – atvinnu og þróunarsetur í Hafnarfirði nú með aðsetur hjá Rauða krossi Íslands í Hafnarfirði að Strandgötu 24.  Sjá dagskrá hjá RKÍ í Hafnarfirði  hér.  

Virkjun – mannauðs á Reykjanesi.  Sjá dagskránna hjá Virkjun hér.

Ráðgjafartorg – Upplýsingatorg um hvað er í boði hjá Mosfellsbær.

V6 Sprotahús – sjálfstætt og einkarekið sprotasetur.  Þar er hægt að finna allt sem þart til að gera hugmynd að veruleika.

Frumkvöðlasetur Mosfellsbæjar – úrræði fyrir atvinnulausa og stuðningur við viðskiptahugmynd þeirra í samræmi við markmið frumkvöðlasetra Nýsköpunarmiðstöðva Íslands.

Uppsprettan – miðstöð fyrir atvinnulaust fólk í safnaðarheimili Hjallakirkju í Kópavogi

Fræðslunet Suðurlands – upplýsingar fyrir atvinnulausa á Suðurlandi.

NMÍ – Impra – er miðstöð upplýsinga og leiðsagna fyrir frumkvöðla og lítil fyrritæki.  Impra er annað kjarnasvið Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands með skrifstofur í Reykjavík, á Akureyri, Ísafirði, Höfn í Hornafirði og í Vestmannaeyjum.

Vinnum saman – ný viðhorf. ( Býflugurnar ) -er verkefni hóps sem kallar sig Býflugurnar. Allir geta verið býflugur þegar þeir vilja.

Grundvallarmarkmið: Virkja atvinnuleitendur og aðra til góðra verka fyrir samfélagið og sig sjálf.
 

Við viljum:

Kenna og efla lýðræðisleg vinnubrögð. Meðal annars með því að notast við aðferðina frá þjóðfundinum sem mest í hugmyndavinnu og ákvarðanatöku.

Gefa einstaklingum færi á að vinna að þeim breytingum sem það vill sjá í samfélaginu. Fólk er gagnlegt.
 

Nám / námskeið:

Menntatorg – Upplýsingar um nám og ráðgjöf fyrir atvinnulausa.

Iðan  – Býður upp á ýmis námskeið og eru sum þeirra atvinnulausum að kosnaðalausu.

Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn (NTV) – veitir öllum skjólstæðingum Vinnumálastofnunar 25% afslátt af almennum námsskeiðum.

Vinnumálastofnun  niðurgreiðir sum námskeið um allt að 50% skv. nánari reglum þar um en styrkupphæð getur þó ekki orðið hærri en 70.000 kr.

Rauðakrosshúsið  – miðstöð fyrir alla landsmenn þar sem þeim gefst tækifæri til að sækja ýmiss konar  námskeið  og fá fræðslu og sálrænan stuðning.  Í miðstöðinni er tölvuver, kaffihorn, krakkahorn og þar eru haldin fjölbreytt, gjaldfrjáls námskeið.  Bæklingur hefur verið gefinn út með upplýsingum um ókeypis fræðslu og frístundir.  Dagskráin hjá Rauða krossi Íslands má nálgast hér.

Háskóli Íslands – Fjölbreyttir fyrirlestrar eru í boði í Háskóla Íslands, bæði í hádeginu og um eftirmiðdaginn, sjá dagskrá á heimasíðu skólanns. Aðgangur ókeypis.

Heilsa / frístundir:
 

Heilsurækt – Félagsmönnum FIT sem misst hafa vinnuna stendur nú til boða mánaðarkort á sérkjörum með stuðningi félagsins.

Virknisetur – Valur opnar mannvirki sín að Hlíðarenda fyrir almenning þar sem í boðið verður að nýta aðstöðuna á Hlíðarenda og í nágrenni hans sér til heilsubótar og algjörlega að kostnaðarlausu.

Atvinnulausir einstaklingar eiga rétt á greiðsluþátttöku sjúkratrygginga vegna kaupa á lyfjum ef þeir njóta engra annarra greiðslna en atvinnuleysisbóta.  Nánari upplýsingar hér

Rauðakrosshúsið – Upplýsingar um ókeypis fræðslu og frístundir

Bæjaráð Hafnarfjarðar – hefur ákveðið að veita fólki með lögheimili í Hafnarfirði, sem er í atvinnuleit, frían aðgang að sundstöðum bæjarins og Bókasafni Hafnarfjarðar í 6 mánuði í senn. Gert er ráð fyrir að hægt sé að endurnýja kortin að 6 mánuðum liðnum ef viðkomandi er enn án atvinnu.

Kortin eru afhent í Deiglunni (Menntasetri við Lækinn, Hafnarfirði). Viðkomandi mætir þangað með persónuskilríki, síðasta launaseðil frá Vinnumálastofnun og mynd.

Starfsmaður Deiglunnar sér um að láta útbúa kortið.
Deiglan er opin milli 9:00 og 12:00 alla virka daga. Nánari upplýsingar:

Knattspyrnufélagið Fram – ókeypis leikfimi/líkamsrækt alla þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 12:00 – 13:00.

Garðabær  – Garðbæingar sem eru án atvinnu og njóta að a.m.k. 50% bótaréttar úr atvinnuleysistryggingasjóði eiga rétt á fríu aðgangskorti í sundlaug og líkamsrækt í Ásgarði skv. samþykkt bæjarráðs.

Kortin eru afhent í þjónustuveri Garðabæjar á Garðatorgi gegn framvísun persónuskilríkja og nýjasta greiðsluseðils atvinnuleysisbóta frá Vinnumálastofnun. Kortin gilda í sex mánuði í senn.