Blikksmíði

blikksmidi.jpg

Markmið náms í blikksmíði er að veita nemanda grunnþekkingu og færni til að takast á hendur þau viðfangsefni sem blikksmiðir inna af hendi

blikksmidi.jpg

 

Markmið náms í blikksmíði er að veita nemanda grunnþekkingu og færni til að takast á hendur þau viðfangsefni sem blikksmiðir inna af hendi þ.e. nýsmíði og viðhald úr þunnmálmi, smíði loftræstikerfa, þéttingu húsa, mismunandi klæðninga á þökum og húsum.

 

Nemandinn á að þekkja umhverfis- og öryggisreglur og á að geta skipulagt vinnu sína í þeirri röð sem hentar best út frá tækni- og hagkvæmnissjónarmiðum og með tilliti til gildandi staðla, reglna og laga.

Að námi loknu á nemandi að geta nýtt sér þekkingu sína til áframhaldandi náms til meistararéttinda og framhaldsnáms á tækni- og rekstrarsviði.