Múrsmíði

mursmidi.jpg

Náminu lýkur með sveinsprófi er veitir rétt til starfa í iðninni

mursmidi.jpg


Múraraiðn er löggilt iðngrein. Meðalnámstími er fjögur ár að meðtöldu grunnnámi bygginga- og mannvirkjagreina, samtals fimm annir í skóla og 72 vikna starfsþjálfun.
 

Markmið námsins er að nemendur öðlist skilning, þekkingu og færni til að takast á við þau viðfangsefni sem tilheyra greininni, m.a. grunngröft og sprengingar, hvers konar steypuvinnu, hleðslu bygginga og mannvirkja, múrhúðun, lagnir í gólf og gólfaslípun, lagnir og festingar flísa og náttúrusteins, járnalagnir og einangrun undir múrvinnu.
 

Ennfremur steinhleðslu og steinlögn inni og úti ásamt múr-, steypu- og flísaviðgerðum og múrkerfum inni og úti.
 

Náminu lýkur með sveinsprófi er veitir rétt til starfa í iðninni og til inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs.