Sveinsbréf afhent við hátíðlega athöfn

Nýsveinar bifvélavirkjun, bókbandi, prentsmíð, ljósmyndun, hársnyrtiiðn, húsgagnabólstrun, húsgagnasmíði, rennismíði og vélvirkjun fengu sveinsbréf sín afhent við hátíðlega athöfn á Hilton Reykjavík Nordica þriðjudaginn 22. nóvember 2022.
Það var Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar fræðsluseturs, sem stýrði athöfninni en FIT var á meðal þeirra iðnfélaga sem bauð viðstöddum upp á veitingar.
Ljúfir tónar léku um salinn en það voru þeir Sæmundur Rögnvaldsson, Þorgrímur Þorsteinsson og Örn Ýmir Arason sem fluttu lifandi tónlist.
FIT var að sjálfsögðu á staðnum og myndaði það sem fram fór. Félagið óskar þessum fríða hópi til hamingju með sveinsprófin.
Hér fyrir neðan má sjá myndir frá athöfninni en fleiri myndir má sjá í myndasafni FIT.