Námskeið í brunaþéttingum

Námskeið er kennt á Akranesi 2. desember

IÐAN fræðslusetur og Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar halda námskeið í brunaþéttingum föstudaginn 2. desember 2022 kl 13:00. Námskeiðið er haldið í húsnæði slökkviliðsins að Kalmansvöllum 2, Akranesi.

Námskeiðið, sem er fjórar klukkustundir að lengd, er fyrir alla sem koma að byggingarframkvæmdum og þurfa að þétta milli brunahólfa. Markmið þess er að þátttakendur kunni skil á reglum um brunaþéttingar og efni sem notuð eru til þeirra. Guðmundur Gunnarsson byggingaverkfræðingur kennir námskeiðið.

Hægt er að skrá sig á námskeiðið og sjá nánari upplýsingar hér.

Fullt verð er 25.000 kr.
Verð til aðildarfélaga Iðunnar 5.000 kr.