Launahækkanir vegna kjarasamninga

Launahækkanir vegna nýsamþykktra kjarasamninga koma nú um áramótin til framkvæmda, en nýir kjarasamningar við Samtök atvinnulífsins voru samþykktir skömmu fyrir jól. Öll laun hækka um 6,75% frá 1. nóvember síðastliðnum. Laun geta þó ekki hækkað meira en um 66.000 krónur á grundvelli samningsins.

Taxtar sveina hækka meira en sem nemur umræddri prósentuhækkun, eins og sjá má hé að neðan.

Þeir sem ekki telja sig hafa fengið hækkun launa í samræmi við samninga geta haft samband við félagið.