Undirbúningur fyrir sveinspróf í vélvirkjun

IÐAN fræðslusetur heldur í vikunni undirbúningsnámskeið fyrir sveinspróf í vélvirkjun. Á námskeiðinu verður farið í bilanagreiningu, slitmælingar, pinnasuðu, mig/mag-suðu, tig-suðu, logsuðu og kveikingu. Einnig verður farið yfir gömul próf.

Verð fyrir námskeiðið er 35.000 krónur.

Námskeiðið nær yfir þrjá daga og er kennt fimmtudag, föstudag og laugardag.

Eins og sakir standa er fullt á námskeiðið en hægt er að skrá sig á biðlista hér.