Verðhækkun á Útilegukortinu

Verðið hefur verið óbreytt síðastliðin fjögur ár

Athygli félagsmanna er vakin á því að Útilegukortið fyrir árið 2023 hefur hækkað í verði um 25%. Kortið hefur kostað 19.900 krónur undanfarin fjögur ár. Nú kostar kortið 24.900 krónur. Ástæða þessa er sú að verð á gistinótt á tjaldstæðum hefur hækkað jafnt og þétt undanfarin ár. Ákvörðunin um verðhækkun kortsins var tekin í samstarfi við tjaldstæðin.

Verð fyrir manninn á tjaldsvæði s.l  4 ár hefur hækkað úr 1.000/1200kr. í 1.500/1.800 kr.

Gistinótt Útilegukortsins 2019-2022 var 355 kr. (miðað við 2 fullorðna og fullnýtt kort, 28 gistinætur)

Gistinótt Útilegukortsins 2023 verður 444 kr. (miðað við 2 fullorðna og fullnýtt kort, 28 gistinætur)

Athugið að niðurgreiðsla félagsins er ekki með í þessum tölum.

Sendingakostnaður kortsins mun sömuleiðis hækka úr 200 kr. í 250kr.

Útilegukortið fæst keypt á orlofsvefnum.