Styrkir úr námssjóði greiddir út 16. febrúar

Félagsmenn sem starfa hjá sveitarfélögunum eru minntir á að styrkir úr námssjóði verða greiddir út 16. febrúar næstkomandi. Samið var um sjóðinn í kjarasamningum 2019. Launagreiðandi greiðir mánaðarlegt framlag í sjóðinn sem nemur 1,5% af heildarlaunum.

Úr sjóðnum er svo úthlutað samkvæmt reglum hans. Styrkurinn er hugsaður til að nota við fræðslu eða til kaupa á námsgögnum.