Breytingar hjá FIT

Skipulagsbreytingar hafa verðir gerðar á starfsemi Félags iðn- og tæknigreina. Undanfarið hefur FIT átt í samstarfi við iðnfélögin á Stórhöfða 29-31 undir merkjum Húss fagfélaganna. Nýlega var tekin ákvörðun um að segja skilið við það samstarf. FIT verður þó áfram til húsa á sama stað.

Þessi breyting gaf félaginu færi á endurskipuleggja þjónustu og samskiptaleiðir við félagsmenn. Liður í þeirri vinnu var opnun nýs símavers og upptaka nýs símanúmers, 535 6000, sem kynnt var um síðustu mánaðamót. Netspjall var á sama tíma opnað á vef félagsins. Nú gefst félagsmönnum færi á að ræða beint við starfsfólk í gegn um vefinn en hann var opnaður seint á síðasta ári og hefur hlotið frábærar viðtökur.

FIT hefur það að markmiði sínu að höfða í auknum mæli til ungs fólks. Þær nýjungar sem hér hafa verið taldar upp undirstrika þær áherslur.

Starfsfólk FIT færir félagsmönnum þakkir fyrir sýnda þolinmæði undanfarna daga og vikur. Breytingarnar eru nú að baki og félagið, sem hefur aldrei verið stærra, horfir björtum augum fram veginn.