Dagskrá 1. maí

Dagskrá 1. maí 2023 í Reykjavík

Safnast saman á Skólavörðuholti kl. 13.00

  • Gangan hefst kl. 13.30 og fer niður Skólavörðustíg, Bankastræti og Austurstræti að Ingólfstorgi
  • Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur spila á Skólavörðuholti og síðan í göngunni niður á Ingólfstorg.

Útifundur hefst kl. 14.10

  • Fundarstjóri Magnús Norðdahl.
  • Ræður flytja Sonja Ýr Þorbersdóttir formaður BSRB og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður RSÍ.
  • Hljómsveitin Dimma og Stefanía Svavars spila.
  • Í lok fundarins syngja fundargestir og tónlistarfólk Internationalinn og Maístjörnuna.

Félag iðn- og tæknigreina býður félagsfólki sínu í kaffihlaðborð eftir kröfugönguna 1. maí. að Stórhöfða 31. Gengið er inn Grafarvogsmegin.

Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík, BSRB, KÍ og BHM.

Dagskrá 1. maí í Reykjanesbæ

Sjá auglýsingu hér

Dagskrá 1. maí á Selfossi

Sjá auglýsingu hér

Dagskrá 1. maí 2023 á Akranesi

Stéttarfélögin Félag iðn- og tæknigreina, VLFA, , Sameyki, VR, Kennarasamband Íslands og Sjúkraliðafélag Íslands standa saman að hátíðardagskrá:

  • Þann 1. maí verður safnast saman við skrifstofu VLFA að Þjóðbraut 1, þar sem hin frábæra trommusveit TOSKA undir stjórn Heiðrúnar Hámundsdóttur mun leiða kröfugöngu.
  • Genginn verður hringur sem endar við Bæjarskrifstofur Akraness. Þar munum við fagna saman í sal eldri borgara á Akranesi.
  • Boðið verður upp á veitingar ásamt söngatriðum og ræðuhöldum.
  • Félögin bjóða upp á tvær sýningar á myndinni Super Mario Bros, fyrri kl. 13:00 og seinni kl. 16:00.
    Hér er hlekkurinn á bíósýninguna

Dagskrá 1. maí í Vestmannaeyjum

1. maí verður haldinn hátíðlegur í AKÓGES með kaffisamsæti og dagskrá.

Kl. 14.00

  • Húsið opnar 

Kl. 14:30

  • Kaffisamsæti 
  • 1. maí ávarp flutt 
  • Tónlistarskóli Vestmannaeyja sér um tónlistaratriðin

Sendum launafólki hátíðar- og baráttukveðjur í tilefni dagsins
Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Vestmannaeyjum.