Sumarlokun skrifstofunnar

large-blaklukkur-blom-sumar-thorvardur-arnason-39.jpg

Skrifstofa Félags iðn- og tæknigreina verður lokuð frá 24. júlí – 7. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks.

Skrifstofan opnar aftur þriðjudaginn 8. ágúst kl. 8.00. Skrifstofan á Akranesi verður hins vegar lokuð til 22. ágúst.

Hægt er að senda póst á fit@fit.is sem síðan verður svarað eftir sumarleyfi.

Orlofshús:

Ef upp kemur aðkallandi mál og brýn þörf á aðsoð vegna orlofshúsa FIT þá er hægt að hafa samband við umsjónarmann orlofshúsa í síma 862-1365.
Nauðsynlegar upplýsingar fyrir félagsfólk er á leigusamningunum og þar má m.a. finna símanúmer umsjónarmanns orlofshússins.

Styrkir og sjúkradagpeningar:

Umsóknir um styrki og sjúkradagpeninga þurfa að berast í síðasta lagi 17. júlí.
Styrkir verða greiddir út þriðjudaginn 18. júlí og sjúkradagpeningar greiðast út mánudaginn 31. júlí. Umsóknir sem berast frá 18.-31. júlí verða greiddar út fimmtudaginn 31. ágúst.

Veiðikort og útilegukort:

Síðasti dagur til að kaupa veiðikort og útilegukort á skrifstofu fyrir sumarlokun er föstudagurinn 21. júlí. Á meðan á lokun stendur er að sjálfsögðu hægt að kaupa kortin sem verða þá send í pósti. Vinsamlegast athugið að það ferli getur tekið nokkra daga.