Ný önn hafin hjá IÐUNNI fræðslusetri

Dagskrá haustsins hjá IÐUNNI fræðslusetri er farin að taka á sig mynd. Fjölmörg námskeið eru nú komin á dagskrá í bygginga- og mannvirkjagreinum.

  • 24. ágúst – 3D prentun í iðnaði
  • 1. september – Ábyrgð byggingastjóra
  • 7. september – Brunaþéttingar
  • 13. september – Brunaöryggi við byggingaframkvæmdir
  • 14. september – Raki og mygla í húsum 1

Námskeið í bílgreinum eru einnig komin á dagskrá. Hér eru nokkur talin upp:

  • 21. ágúst – Loftfrískunarkerfi – Meðhöndlun kælimiðla
  • 22. ágúst – Loftfrískunarkerfi – Meðhöndlun kælimiðla
  • 23. ágúst – Loftfrískunarkerfi – Meðhöndlun kælimiðla
  • 24. ágúst – 3D prentun í iðnaði
  • 11. september. – Bilanagreining stórra ökutækja og SCR/AdBlue kerfa (TEXA)
  • 15. september – Upprifjunarnámskeið fyrir sveinspróf í bifvélavirkjun

Sömu sögu má segja af námskeiðum í málm- og véltæknigreinum:

  • 15. ágúst – Undirbúningsnámskeið fyrir sveinspróf í stálsmíði
  • 17. ágúst – Undirbúningsnámskeið fyrir sveinspróf í stálsmíði
  • 23. ágúst – Undirbúningsnámskeið fyrir sveinspróf í vélvirkjun
  • 24. ágúst – 3D prentun í iðnaði
  • 28. ágúst – Undirbúningsnámskeið fyrir sveinspróf í vélvirkjun
  • 31. ágúst – Grunnámskeið vinnuvéla, “Þú getur byrjað STRAX” – Netnám

Ný námskeið eru einnig komin á dagskrá í tölvuteikningu og hönnun sem og í fleiri greinum. Öll námskeið má sjá hér.