Fjölbreytt námskeið hjá Endurmenntun græna geirans

Fjölbreytt og spennandi námskeið eru á dagskrá Endurmentunar græna geirans (Garðyrkjuskólinn á Reykjum) í haust.

Núna í lok ágúst verður haldið námskeið í skógavistfræði. Meginviðfangsefni áfangans er áhrif skóga á umhverfi sitt og áhrif umhverfisþátta á skóga. Námskeiðið hefst 31. ágúst.

Þann 9. september verður haldið námskeið sem ber yfirskriftina Í upphafi skyldi endinn skoða. Um er að ræða undirbúning fyrir landgræðslu og skógrækt. Námskeiði þessu er ætlað að upplýsa þátttakendur um helstu þætti sem mikilvægt er að horfa til frá byrjun þegar farið er í landgræðslu og/eða skógrækt og hversu mikilvægur sá undirbúningur er til að tryggja góðan árangur til framtíðar.

Þann 16. september er á dagskrá námskeið fyrir þá sem vilja eflast í eigin listsköpun. Námskeiðið ber yfirskriftina Frelsi til að hanna og skapa úr efnivið náttúrunnar.  Námskeiðið hentar því bæði listafólki, hönnunarfólki, handverksfólki og öðrum sem langar að vinna með náttúruefni en eru ekki beint að leita eftir því að kunna blómaskreytingar heldur að geta skapað og hannað úr efnivið náttúrunnar.

Fleiri spennandi námskeið eru á dagskrá haustsins. Um þau má lesa hér.