Boðsmiði á iðnaðarsýninguna
Iðan fræðslusetur verður á Iðnaðarsýningunni í Höllinni dagana 31. ágúst – 2. september. Gríptu miða hér að neðan (prentaðu pdf skjalið eða sýndu í síma á staðnum).
Iðan kynnir einnig verkefnið „Loftþéttleikamælingar húsa“ á bás BYKO á sýningunni. Þar mun fara fram sýnikennsla á því hvernig loftþéttleikamælingar eru framkvæmdar. Verkefnið er unnið af Iðunni og styrkt af Aski – mannvirkjarannsóknarsjóði.
Einnig verður kynnt verkfnið „Gæða og styrkflokkun timburs“ í bás HMS en nýtt vefnámskeið um efnið fer í loftið í byrjun næsta árs.