Skráning í ferð eldri félagsmanna

Föstudaginn 8. september verður farið í árlegt ferðalag Félags iðn- og tæknigreina.

Ferðirnar eru félögum að kostnaðarlausu en allir þeir sem náð hafa 67 ára aldri eða verða 67 ára á árinu fá boð. Boðið gildir einungis fyrir félagsmenn (án maka).

Lagt verður stundvíslega af stað frá bílastæði Árbæjarsafns kl. 10. undir stjórn fararstjóra. Lagt verður af stað frá Reykjanesbæ og Akranesi kl 09:00.

Félag iðn- og tæknigreina býður til hádegisverðar á leiðinni og farið verður í heimsókn á athyglisverðan stað. Við gerum svo ráð fyrir að vera aftur á Árbæjarsafni fyrir kl. 18:00.

Nauðsynlegt er að þeir sem ætla með skrái sig hér.

Skráningu lýkur í lok dags þriðjudaginn 5. september. Nánari upplýsingar um ferðina má nálgast í síma 535-6000 eða á fit@fit.is.

Hámarksfjöldi félaga í ferðina miðast við 100 manns í tvær rútur. Því er nauðsynlegt að skrá sig snemma.

Athugið að gefa þarf upp nafn, kennitölu, síma, starfsheiti, heimilisfang og hvar viðkomandi kemur í rútuna.

Hér má sjá myndir úr ferð síðasta árs.

 

Með von um að sjá sem flesta,

Hilmar Harðarson, formaður FIT.