Bústaðir fyrir gæludýr

Félagsfólk sem vill hafa með sér gæludýr hefur nú leyfi til að nýta sér tvö orlofshús FIT í Húsafelli. Húsin eru Birkilundur 2 og 3.

Þessi hús koma í staðinn fyrir orlofshúsið Kiðárbotnar 1 sem tekið var úr notkun og lokað vegna allsherjar yfirhalningar.

Leyfilegt er að hafa gæludýr meðferðis í þremur af húsum félagsins; Birkilundur 2 og 3 og Skógarás í Úthlíð.

Vinsamlegast athugið að lausaganga hunda er ekki leyfð á svæðunum.

Fólki með ofnæmi fyrir dýrum er ráðlagt að fara ekki í þessa bústaði.