Euroskills: Ísland á fulltrúa í ellefu greinum

Ísland tekur þátt í eftirfarandi ellefu greinum í Euroskills 2023 sem fer fram í Gdansk í Póllandi 5.-9. september: Pípulögnum, hársnyrtiiðn, trésmíði, matreiðslu, bakstri, framreiðslu, kjötiðn, rafvirkjun, rafeindavirkjun, iðnaðarrafmagn og grafískri miðlun.
Keppnin fer fram í AMBEREXPO höllinni í Gdansk. Keppendur verða um 600 talsins frá 32 Evrópulöndum og munu keppa eða sýna færni sína í 43 iðn- og verkgreinum. Þá er von á um 100 þúsund gestum á keppnina.
Öflugur landsliðshópur
Ellefu ungir og efnilegir fulltrúar taka þátt í eftirfarandi greinum:
- Bakaraiðn – Finnur Guðberg Ívarsson, Hótel- og matvælaskólinn
- Framreiðsla – Finnur Gauti Vilhelmsson, Hótel- og matvælaskólinn
- Grafísk miðlun – Olivier Piotr Lis, Tækniskólinn
- Hársnyrtiiðn – Irena Fönn Clemmensen, Verkmenntaskólinn á Akureyri
- Iðnaðarstýringar – Benedikt Máni Finnsson, Tækniskólinn
- Kjötiðn – Bríet Berndsen Ingvadóttir, Hótel- og matvælaskólinn
- Matreiðsla – Hinrik Örn Halldórsson, Hótel- og matvælaskólinn
- Pípulagnir – Kristófer Daði Kárason, Tækniskólinn
- Rafeindavirkjun – Hlynur Karlsson, Tækniskólinn
- Rafvirkjun – Przemyslaw Patryk Slota, Verkmenntaskóli Austurlands
- Trésmíði – Van Huy Nguyen, Tækniskólinn
Hér fyrir neðan má sjá kynningu á keppninni.