Bridge-mótin hefjast 5. október

Fyrsta bridge-mót vetrarins verður haldið fimmtudaginn 5. október. Spilað verður annan hvern fimmtudag til 14. desember.

Spilamennskan hefst stundvíslega klukkan 19 svo mikilvægt er að mæta tímanlega. Spilað verður í Húsi fagfélaganna að Stórhöfða 29-31. Gengið er inn Grafarvogsmegin.

Spilað verður eftirfarandi kvöld:

  • 5. og 19. október – Verkfærasölumótið
  • 2., 16. og 30. nóvember – FIT-mótið
  • 14. desember – Jólamótið

Til greina kemur að hafa bridge-kennslu í september, áður en mótaröðin hefst. Sá viðburður verður auglýstur nánar síðar, ef af verður.