Metfjöldi nýsveina tók við sveinsbréfum

Metfjöldi nýsveina tók við sveinsbréfum sínum við hátíðlega athöfn á Hótel Nordica í gær. Útskriftahópurinn var einstaklega fjölmennur að þessu sinni en alls útskrifuðust nýsveinar úr eftirfarandi þrettán iðngreinum. Þar á meðal voru nýsveinar í bifreiðasmíði, blikksmíði, stálsmíði, húsasmíði, húsgagnasmíði, málaraiðn, múraraiðn og pípulögnum.

Verðlaun voru veitt fyrir hæstu einkunn á sveinsprófi. Fjölmennastur var hópur nýsveina í húsasmíði sem luku sveinsprófi í vor. Alls luku 145 sveinsprófi á landsvísu og tóku 89 á móti sveinsbréfum sínum í gær. Þetta voru félagsmenn úr FIT, Byggiðn, VM og MATVÍS.

Við óskum nýsveinum hjartanlega til hamingju með áfangann.

Á meðal þeira sem hlutu verðlaun fyrir að vera hæstir á prófum voru Víðir Kári Vignisson í múraraiðn, Mikael Magnús Daðason í málaraiðn, Aníta Björk Jóhannsd. Randíardóttir í pípulögnum og Orri Bergmann Valtýsson. Allt eru þetta ungt og bráðefnilegt félagsfólk í FIT.

FIT þessum fríða hópi, og öllum þeim sem fengu sveinsbréf sín afhent í gær, innilega til hamingju.

Fleiri myndir frá Hótel Nordica í gær má sjá hér.