Góð þátttaka í kjarakönnun FIT

Kjarakönnun FIT lauk í liðinni viku. Könnunin var gerð til að fylgjast með þróun mála hjá félagsfólki, kanna hvort launahækkanir hafa skilað sér og til að kynnast hvaða áherslur félagsfólk vill fara með inn í þær kjaraviðræður sem fram undan eru.

Haft verður samband við vinningshafa úr hópi þátttakenda á næstu dögum en tveir munu vinna helgardvöl að eigin vali í orlofshúsum FIT, utan orlofstímabils. Þrír þátttakendur munu vinna 30 þúsund króna ferðaávísun, sem hægt er að nota til að kaupa gistingu á hótelum og gistiheimilum um land allt.

Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar í Fréttabréfi FIT, sem kemur út í nóvembermánuði.