Trúnaðarmenn lærðu að reikna út laun

Námskeið fyrir trúnaðarmenn í félögum Samiðnar fór fram dagana 20. og 23. október. Námskeiðin töldust til þriðja hluta.

Megináhersla var á námskeiðinu lögð á grunntölur launa, útreikninga á launaliðum, mikilvægi launaseðla og kunnáttu til að yfirfara þá. Nemendur leystu verkefni þessu tengt og lærðu helstu deilitölur og launaútreikninga.

Nemendur kynntust einnig þeim tryggingum sem við höfum í gegnum kjarasamninga. Einnig var farið í uppbyggingu almannatryggingakerfisins og hlutverk lífeyrissjóða, svo eitthvað sé nefnt.

Rúnar Hreinsson, ljósmyndari FIT, leit við á föstudag og tók myndir. Allar myndirnar eru aðgengilegar í myndasafni FIT.