Opnað fyrir bókanir orlofshúsa

Frá 1. nóvember næstkomandi verður hægt að bóka orlofshús félagsins á fyrri hluta næst árs. Tímabilið er frá byrjun janúar til 4. júní. Opnað verður klukkan 13:00.

Páskavikan er á meðal þeirra vikna sem hægt er að bóka en hún er frá 27. mars til 3. apríl. Fyrir páskavikuna eru dregnir frá 26 punktar.

Athugið að um þessar bókanir gildir reglan; fyrstur kemur, fyrstur fær.

Nánari upplýsingar má finna á orlofsvefnum.

Ekki hika við að hafa samband við félagið ef einhverjar spurningar vakna. Símanúmerið er 535-6000.