Kjararáðstefna Samiðnar 2023

Kjararáðstefna Samiðnar var haldin 17. nóvember sl. að Stórhöfða 31. Fulltrúar aðildarfélaga Samiðnar, vítt og breytt um landið, mættu á fundinn.

Á ráðstefnunni voru kynntar niðurstöður nýgerðra kjarakannana hjá nokkrum aðildarfélögum Samiðnar. Þá var einnig rýnt í stöðu efnahags- og kjaramála.

Kynning á Samiðn og helstu verkefnum sambandsins fór fram. Einnig var farið yfir vinnu skipulagsnefndar Samiðnar, sem skipuð var á sambandsþingi í júní 2022, en verkefni hennar var að koma með tillögur vegna endurskoðunar á skipulagi og starfsháttum sambandsins.

Í kjölfar kynninga fór fram hópavinna og óhætt er að segja að umræðan hafi verið lífleg, bæði varðandi áherslur í komandi kjaraviðræðum og um framtíð Samiðnar.

Fleiri myndir frá ráðstefnunni má sjá á vef Samiðnar.