Upplýsingar vegna orlofshúsa

Vart er þörf að nefna nauðsyn þess að vera við öllu búin á ferðum um vegi landsins yfir vetrartímann. Við minnum á mikilvægi þess að menn séu á vel búnum bifreiðum og létt skófla ætti ætíð að vera með í för. Góður hlífðarfatnaður er að sjálfsögðu nauðsynlegur í allar vetrarferðir

Þeim félagsmönnum sem eiga bókuð orlofshús á næstunni er bent á að sækja sér upplýsingar um færð og veður áður en þeir leggja af stað. Vetrarþjónusta er breytileg eftir orlofssvæðum og því ekki hægt að ganga að því vísu að rutt hafi verið að öllum bústöðum. Í þessu samhengi má benda á að mikill snjór hefur fallið undanfarna daga. Félagið getur ekki tekið ábyrgð á að færð spillist ekki. Leigutakar eru því á eigin ábyrgð.

Það er óvíst að heitir pottar virki sem skyldi á þeim svæðum sem kaldast er. Víða hefur einnig borið á heitavatnsskorti. Sums staðar hefur verið skrúfað fyrir heita vatnið og þá frosið í lögnum með tilheyrandi viðgerðum og fyrirhöfn. Víða um land er mikið frost og félagið getur ekki ábyrgst að hægt sé að láta renna í potta alsstaðar og það má alls ekki skrúfa fyrir vatnsinntak í bústöðunum.