Trúnaðarmannanámskeið fyrir félagsfók FIT

2015 02 25TrunadarmannanamskeidA

Trúnaðarmannanámskeið fyrir félaga í Samiðn verða haldin á Stórhöfða 31 dagana 22. og 23. febrúar. Þetta námskeið telst til fjórða hluta.

Allar nánari upplýsingar um námskeiðið eru veittar í gegnum fit@fit.is

Á þessu námskeiði er m.a. farið í það hvernig hagfræði er notuð við gerð kjarasamninga, hvernig við nýtum hana til að mæla kaupmátt og hvaða áhrif t.d. verðbólga hefur á kaupmátt launa og afkomu heimilanna. Hverju skila launahækkanir til okkar í erfiðu samningsumhverfi með viðvarandi verðbólgu og hækkun verðlags?

Það verður einnig farið yfir þau lög sem heyra undir vinnulöggjöfina, sem er grundvöllur allra kjarasamninga. Einnig þau lög sem veita okkur rétt en eru ekki í kjarasamningi eins og fæðingarorlofslögin, atvinnuleysistryggingar, ábyrgðasjóður launa og skaðabótalögin (t.d. með tilliti til vinnuslysa).

Þetta námskeið er mjög spennandi fyrir margra hluta sakir m.a. vegna áherslu meirihluta félaga í ASÍ í núverandi samningaviðræðum.

Þeir sem hafa áhuga og/eða eru trúnaðarmenn á sínum vinnustað eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband í síma 535-6000 eða senda okkur tölvupóst á fit@fit.is.

Upplýsingar um skráningu

Nemendur þurfa að skrá sig inn á innri vef Félagsmálaskólans.

Stofna þarf aðgang í skráningunni með netfangi og lykilorði sem veitir aðgang að námsvef/Learncove. Þar sækja nemendur þau námsgögn sem notuð eru fyrir hvern námsþátt.

Á innri vef fara fram samskipti nemenda og leiðbeinenda. Nemendur munu geta fylgst með námsframvindu sinni á innri vef skólans. Þar munu þeir einnig sækja viðurkenningarskjölin að námskeiði loknu.

Munið að nauðsynlegt er fyrir nemendur að hafa meðferðis fartölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma á námskeiðin.

Athugið að skráningu lýkur u.þ.b. viku fyrir fyrsta námskeiðsdag.