Námskeið í febrúar fyrir sveinspróf í háriðn

Félag iðn- og tæknigreina býður nemendum í hársnyrtiiðn upp á undirbúningsnámskeið fyrir sveinspróf. Námskeiðið er fyrir það félagsfólk FIT sem eru skráð í sveinspróf. Kennari er Gréta Ágústsdóttir.

Skráning fer fram hér að neðan.

Athugið að á módeldegi þurfa nemendur að mæta með að lágmarki 3-4 módel til að æfa sig á. Þátttakendur raða sjálfir niður hvenær módelið mætir. Þátttakendur eru minntir á að koma með eigin blásara, bursta, greiður og mótunarefni sem á að nota í prófinu. Einnig er gott að biðja klippi-, lita- og skeggmódel um að kíkja við og fara yfir verklýsingar.

Námskeiðið, sem er í boði FIT og nemendum að kostnaðarlausu, fellur niður ef ekki fæst næg þátttaka.

Námskeiðsdagar;

  • Bóklegt námskeið 5. febrúar kl  17-20 Stórhöfði 31, gengið inn Grafarvogsmegin.
  • Módeldagur 17. febrúar kl. 10-15 Hárakademían Mörkinni 1
  • Æfingakvöld 19. febrúar kl.17-20 Hárakademían Mörkinni 1
  • Æfingakvöld 21. febrúar kl. 17-20 Hárakademían Mörkinni 1
  • Æfingakvöld 22. febrúar kl. 17-20 Hárakademían Mörkinni 1

Næsta próf í hársnyrtiiðn verður í feb/mars 2024. Bóklegt próf verður mánudaginn 12.febrúar. Verklegt próf verður haldið í Hárakademíunni 2. og 3.mars, Tækniskólanum 9. og 10. mars á Akureyri 16. mars ef næg þátttakanæst. Umsóknarfrestur er til 5.janúar 2024.

Skráning á undirbúningsnámskeið fyrir sveinspróf í háriðn

"*" indicates required fields

Nafn*
Netfang*