Orlofshúsabæklingur og sumarútleiga 2024
Félagsfólk getur farið að undirbúa og skoðað orlofshúsabækling FIT fyrir árið 2024. Opnað verður fyrir umsóknir mánudaginn 12. febrúar.
Umsóknir fara aðeins fram á orlofsvefnum. Þetta gildir fyrir alla orlofskosti sem sækja þarf um. Ef umsóknin vefst fyrir fólki má senda tölvupóst á fit@fit.is.
Ekki er tekið við umsóknum í síma. Þegar sótt er um rafrænt þarf að innskrá sig með íslykli eða rafrænum skilríkum og velja viðeigandi mánuð og tímabil í því húsi sem leigja á. Félagsmenn eru hvattir til að sækja um sem flesta orlofskosti til að auka möguleika sína.
Mikilvægar dagsetningar
- Mánudaginn 12. febrúar er opnað fyrir umsóknir á orlofshúsasíðu FIT þar sem hægt er að sækja um sumarúthlutun.
- Mánudaginn 19. febrúar klukkan 13:00 er lokað fyrir umsóknir um sumarúthlutun.
- Miðvikudaginn 21. febrúar eiga allir að hafa fengið svar við orlofsumsókn sinni.
- Mánudaginn 4. mars lýkur greiðslufresti þeirra sem hafa fengið úthlutað.
- Þriðjudaginn 5. mars klukkan 13:00 eru ógreiddar og óúthlutaðar vikur settar á orlofsvefinn og þá gildir fyrstir kemur fyrstir fær.
Leigutímabil er ávallt frá kl. 16:00 á föstudegi til 12:00 næsta föstudags.
Sumarleiga orlofshúsa innanlands hefst föstudaginn 7. júní og lýkur 23. ágúst.