Nýtt fréttabréf er komið út
Fréttabréf FIT er komið út. Í blaðinu er að finna ýmsar greinar, viðtöl og pistla um starfsemi félagsins og viðfangsefni félagsfólks. Óhætt er að segja að málefni garðyrkju og garðyrkjufólk sé áberandi í blaðinu að þessu sinni.
Á meðal efnis í blaðinu er:
- Viðtal við Ágústu Erlingsdóttur námsbrautarstjóra Garðyrkjuskólans
- Umfjöllun um garðyrkjunám undir hatti Fjölbrautbruatarskóla Suðurlands
- Skemmtilegt viðtal við Svavar Skúla Jónsson, trúnaðarmann FIT og garðyrkjumann hjá Grasagarðinum í Reykjavík
- Frásögn og myndir af endurbyggingu og stækkun orlofshúss FIT í Kiðárbotnum
- Frétt um endurbætur orlofshússins á Stóra-Hofi
- Tillögur uppstillingarnefndar fyrir aðalfund og umfjöllun um kosningar í embætti félagsins
- Umfjöllum um sumarútleigu orlofshúsa og almennt um orlofsmál
- Grein um vorverkin í garðinum eftir Guðríði Helgadóttur garðyrkjufræðing
- Umfjöllum hlutverk trúnaðarmanna og viðtöl við nokkra trúnaðarmenn
- Afhending sveinsbréfa á Hilton
- Leiðari formanns um kjaraviðræður og fleira.
Fréttabréfið fer ekki í almenna dreifingu en þeir félagsmenn sem þess óska geta fengið pappírsútgáfu blaðsins sent heim til sín með pósti. Þeir sem það vilja, senda tölvupóst á fit@fit.is.