Leiga á orlofshúsi FIT í Florída 2025

Félagsfólk FIT getur farið að skipuleggja ferð til Orlando.

1. mars kl. 13.00 verður opnað fyrir leigu á orlofshúsi FIT í Orlando í Flórída fyrir allt árið 2025.

Meginreglan er sú að fyrstir bóka fyrstir fá en þeir sem ekki hafa fengið úthlutað í Flórída áður, hafa forgang í viku eða til föstudagsins 8. mars. kl. 13:00. Eftir það verður opnað á bókanir fyrir alla félagsmenn.

Húsið er á tveimur hæðum með 6 svefnherbergjum sem skiptast þannig: 4 herbergi með hjónarúmum og 2 herbergi með tveimur rúmum. Það eru 4 klósett í húsinu. Svo er stofa, eldhús, borðstofa, gangar og bílskúr (sem er með leiktækjum). Í bakgarðinum er lítil sundlaug. Húsið stendur í lokuðu hverfi (resort) þar sem er klúbbhús með allskonar aðstöðu s.s. stórri útisundlaug, útileiktækjum og þessháttar og inni er leiktækjasalur og líkamsræktaraðstaða.

Húsið er í dagleigu auk þess sem greiða þarf þrifagjald fyrir hverja leigu. Miðað er við að hver leiga fari ekki mikið yfir 2 vikur.