Kjarasamningar við SA samþykktir

Félagsmenn FIT hafa samþykkt í atkvæðagreiðslum nýja kjarasamninga Samiðnar við Samtök atvinnulífsins með miklum meirihluta atkvæða. Þetta á bæði við um almenna samninginn sem og samning BGS. Rétt tæplega þrír af hverjum fjórum samþykktu samningana.

Atkvæðagreiðslan stóð yfir frá 12.-19. mars 2024. Samningarnir gilda til fjögurra ára og taka gildi frá 1. febrúar síðastliðnum.