134 nýsveinar fengu sveinsbréf

Sveinsbréf voru afhent við hátíðlega athöfn á Hilton Reykjavík Nordica í gær, 19. mars. Þar útskrifuðust nýsveinar í húsasmíði, húsgagnabólstrun, málaraiðn, pípulögnum og veggfóðrun. Einnig útskrifuðust sveinar í framreiðslu og matreiðslu. Alls útskrifuðust 134 nýsveinar og voru flesti í húsasmíði eða 74 sveinar. Þar af voru 22 úr röðum FIT en 52 frá Byggiðn.

Nokkrir félagsmenn í FIT sköruðu fram úr á sveinsprófi.

Í málaraiðn náðu þrír félagsmenn toppeinkunn:

Hörður Örn Kárason
Meistari: Steindór Pálsson
Fyrirtæki: Málningarþjónustan ehf.

Róbert Arnar Róbertsson
Meistari: Róbert Arnbjörnsson
Fyrirtæki: Litabræður ehf.

Sigurbergur Sveinsson
Meistari; Viðar Einarsson
Fyrirtæki; Málarinn þinn ehf.

Í húsasmíði var Guðmundur Alfreð Hjartarson verðlaunaður fyrir toppeinkunn og í pípulögnum skaraði Axel Fannar Gústafsson fram úr. Allir eru þeir félagsmenn í FIT.

FIT óskar nýsveinum til hamingju með áfangann og hlakkar til samstarfs við þá um ókomin ár.

Ljósmyndari FIT var á svæðinu og myndaði athöfnina. Myndasafnið má skoða hér.