Launahækkanir taka gildi
Launahækkanir sem samið var um í kjarasamningum SA og Samiðnar á dögunum koma til framkvæmda um mánaðamótin. Þá eiga atvinnurekendur að gera upp 3,25% launahækkun frá 1. febrúar síðastliðnum. Samningurinn gildir frá 1. febrúar allt til 31. janúar 2028. Lágmarkshækkun mánaðarlauna 23.750 kr. en laun hækka svo um 3,5% á ári næstu þrjú árin. Til viðbótar getur komið til greiðslu kauptaxtaauka og framleiðniauka á samningstímanum.
Þær launatöflur sem við á hafa verið uppfærðar hér á vef FIT.
- Launatafla vegna Samtaka atvinnulífsins
- Launatafla vegna Bílgreinasambandsins
- Launatafla Félags pípulagningameistara
- Launatafla Félags hársnyrtisveina
- Launatafla Meistarasambands byggingamanna