Launahækkanir taka gildi

rh object 4207

Launahækkanir sem samið var um í kjarasamningum SA og Samiðnar á dögunum koma til framkvæmda um mánaðamótin. Þá eiga atvinnurekendur að gera upp 3,25% launahækkun frá 1. febrúar síðastliðnum. Samn­ing­ur­inn gild­ir frá 1. fe­brú­ar allt til 31. janú­ar 2028. Lágmarkshækkun mánaðarlauna 23.750 kr. en laun hækka svo um 3,5% á ári næstu þrjú árin. Til viðbót­ar get­ur komið til greiðslu kauptaxta­auka og fram­leiðniauka á samn­ings­tím­an­um.

Þær launatöflur sem við á hafa verið uppfærðar hér á vef FIT.