Útilegukortið komið í sölu

Útilegukortið er komið í sölu á orlofsvefnum. Kortið gildir fyrir mest tvo fullorðna (16 ára og eldri), fjögur börn (undir 16 ára aldri) og eitt tjald/ferðavagn saman í húsbíl, tjaldi, hjólhýsi, fellihýsi eða tjaldvagni fría gistingu á þeim tjaldsvæðum sem eru talin upp á heimasíðu Útilegukortsins.

Útilegukortið gildir 28 gistinætur fyrir einingu fyrir hvert gildisár þess. Gistinæturnar má nýta hvenær sem er fram að lokum gildistíma kortsins þann 15. september. Þegar 28 gistinætur hafa verið nýttar á kort telst það fullnýtt og er um leið ógilt enda inneignin fullnýtt.

Verð 2024 er 17.500 kr.

Vinsamlega kynnið ykkur reglur um notkun á Útilegukortinu á heimasíðu Útilegukortins www.utilegukortid.is