Viðbótarvika í orlofshúsum FIT

Frá úthlutun orlofshúsa FIT í febrúar hefur það verið þannig að félagsmenn hafa einungis getað leigt eina viku í orlofshúsi hjá FIT. Þetta er gert til þess að tryggja það að sem flestir félagmenn geti leigt orlofshús í sumar.

Það breytist mánudaginn 15. apríl kl. 13:00 því þá geta félagsmenn leigt eina viku í viðbót í sumar.

Þó nokkur vikutímabil eru enn laus og félagsmenn geta nú nýtt sér það og bókað viðbótarviku.

Reglan er fyrstur kemur fyrstur fær.

Sjá lausar vikur hér.