Liðlega 100 nýsveinar fengu sveinsbréf

Rétt liðlega 100 nýsveinar tóku við sveinsbréfum við fallega athöfn á Hótel Nordica á Suðurlandsbraut í gær, miðvikudaginn 23. apríl. Veitt voru sveinsbréf í átta iðngreinum en sveinar í bílgreinum, hársnyrtiiðn og snyrtifræði voru hvað fjölmennastir. Fulltrúar FIT afhentu nýsveinum sveinsbréfin og eftir atvikum viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur á sveinsprófum. Lifandi tónlist var leikin í salnum en að athöfn lokinni var boðið upp á veglegar veitingar.

Rúnar Hreinsson ljósmyndari var venju samkvæmt á staðnum og myndaði það sem fram fór. Myndirnar má sjá hér.

FIT óskar nýsveinum innilega til hamingju með þennan stóra áfanga og hlakkar til samstarfsins við þá um ókomin ár.