Bransadagar Iðunnar 14.-16. maí
Bransadagar Iðunnar verða haldnir 14. – 16. maí og eru helgaðir nýsköpun í iðnaði. Á Bransadögum deila hátt í þrjátíu sérfræðingar þekkingu sinni og reynslu. Þann 15. maí verður lifandi dagskrá í húsinu. Frá þessu er greint á vef Iðunnar en húsið verður opið gestum allan daginn.
Hér má sjá dagskrá Bransadaga Iðunnar 2024.
Bransadögum lýkur með partý í Vatnagörðum og við lofum miklu fjöri. Um er að ræða stærsta fræðsluviðburð Iðunnar fræðsluseturs frá upphafi.