Orlofsuppbót 1. júní
Orlofsuppbót, að meðtöldu orlofi, greiðist þann 1.júní miðað við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu (01.05 – 30.04), öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30. apríl eða eru í starfi 1.maí.
Orlofsuppbót á almennum vinnumarkaði er kr. 58.000.-
Húsasmiðir og pípulagningamenn í ákvæðisvinnu fá greidda orlofsuppbót líkt og aðrir.
Iðnnemar í fullu starfi hjá fyrirtæki á námstíma fá fulla orlofsuppbót.
Fullt starf telst vera 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof.
Enn er ósamið við eftirtalda viðsemjendur en orlofsuppbót fyrir árið 2023 var sem hér segir:
> Ríkissjóður kr. 56.000,-
> Reykjavíkurborg kr. 56.000,-
> Strætó kr. 56.000,-
> Orkuveitan kr. 56.000,-
> Samband íslenskra sveitarfélaga kr. 55.700,-
> Landsvirkjun kr. 149.400,-
> Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma kr. 56.000,-