Nýr og glæsilegur orlofsvefur í loftið

FIT tekur í notkun nýjan og glæsilegan orlofsvef þann 3. júní næstkomandi. Unnið hefur verið að þróun vefsins um árabil en óhætt er að segja að í honum felist bylting í notendaviðmóti fyrir félagsfólk.

Lokað verður fyrir bókanir á gamla vefnum miðvikudaginn 28. maí næstkomandi. Á meðan yfirfærslu stendur, frá 28. maí til 2. júní, verður ekki hægt að bóka orlofshús. Haustið og það sem eftir sendur af sumri verður svo opnað í nýju kerfi 3. júní kl. 13:00.

Hér má sjá ítarlegar leiðbeiningar um hvernig bóka á hús á nýjum orlofsvef.

Hér fyrir neðan má sjá framsetningu yfirlits yfir orlofseignir félagsins í nýjum Frímanni.