Metfjöldi tók sveinspróf í múarariðn

Metfjöldi nemenda þreytti í vikunni sveinspróf í múraraiðn, eða 26. Nemendurnir voru á lokametrunum þegar FIT bar að garði á föstudaginn en þeir sýndu sveinsstykkin sín eftir hádegi þann dag, 7. juní. Í hópnum voru 8 nemendur sem lærðu í Vestmannaeyjum.

„Þessir nemendur eiga það sameiginlegt að hafa fengið góða kennslu. Þeir kunna vel til verka,“ segir Hans Óskar Isebarn, fulltrúi FIT í sveinsprófsnefnd í múraraiðn. 26 nemendur þreyttu í sumar sveinspróf í múraraiðn í sumar.

Rætt verður við Hans Óskar og nokkra nemendur í næsta tölublaði Fréttabréfs FIT.