Keppir á Norðurlandamóti í Ráðhúsinu

Hildur Magnúsardóttir Eirúnardóttir, Íslandsmeistari í málaraiðn, er fulltrúi Íslands í Norðurlandamóti í málaraiðn sem stendur yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hildur, sem er 19 ára gömul, mun um áramótin taka bæði stúdents- og sveinspróf frá Tækniskólanum.

IÐAN fræðslusetur ræðir við Hildi ásamt Halldór Benjamín Guðjónsson, kennara við Tækniskólann um námið.

Í viðtalinu segist Hildur full tilhlökkunar fyrir verkefninu en hún býr að reynslunni á Íslandsmóti iðngreina á síðastas ári. Að þessu sinni keppir hún við þau bestu frá Norðurlöndunum.

Fram kemur í viðtalinu að Hildur hafi hafið nám í málaraiðn strax að 10. bekk loknum. „Ég var komin með nóg af bókum og vildi fá að gera eitthvað í höndunum,“ segir Hildur og segist hafa þörf fyrir skapandi nám. „Námið hér er verkefnastýrt, það eru engin próf og við erum metin af frammistöðu okkar í verkefnum.“

FIT óskar Hildi góðs gengis í Ráðhúsinu.