Vilborg Helga stýrir Iðunni

Vilborg Helga Harðardóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Iðunnar fræðsluseturs. Hún tók við starfinu um nýliðin mánaðamót.

Vilborg Helga hefur mikla stjórnenda reynslu meðal annars hjá Já hf. og Sýn hf. Hún er með MBA frá Háskólanum í Reykjavík og BA í sálfræði frá Háskóla Íslands auk þess sem hún hefur reynslu af störfum á fjármálamarkaði.

„Við bjóðum Vilborgu hjartanlega velkomna til starfa hjá Iðunni fræðslusetri. Iðan byggir á mikilli reynslu og þekkingu í sí- og endurmenntun og mun undir stjórn Vilborgar sækja enn frekar fram í nýsköpun, sjálfbærni, fræðslu og raunfærnimati,“ segir Georg Páll Skúlason, stjórnarformaður Iðunnar.

Eigendur Iðunnar eru: Samtök iðnaðarins, Samiðn, MATVÍS, GRAFÍA, FIT, VM, Bílgreinasambandið, Samtök ferðaþjónustunnar og Meistarafélag húsasmiða. Hlutverk Iðunnar er fyrst og fremst að bæta hæfni fyrirtækja og starfsmanna í iðnaði. Iðan þjónar sí- og endurmenntun iðngreina með markvissum hætti og er leiðandi í raunfærnimati á Íslandi.