Var plataður í múrverkið
Fréttabréf FIT: Rætt við múrarann Svein Andra Bjartmarsson

„Ég var ekki með iðnaðarmannablóðið í mér áður en þetta gerðist,“ segir Sveinn Andri Bjartmarsson, nýsveinn í múrverki. Þannig vildi til að tengdafaðir hans, Snorri Gunnar Sigurðarsson múrarameistari, dró hann með sér í vinnuna einn daginn. Sveinn hélt aðhannyrði þar kannski í mánuð eða svo, en annað kom á daginn. FIT ræddi við Snorra Gunnar þegar hann var að ljúka við sveinsstykkið sitt vorið 2024.
„Hann skráði mig einfaldlega á samning frá fyrsta degi. Ég vissi ekki einu sinni af því fyrr enhann skellti því í andlitið á mér nokkrum mánuðum síðar. Þá var ekkert annað í stöðunni en klára samninginn og skella sér í námið.“
Sveinn er einn þeirra sem tók sveinsprófið í júní 2024. Hann segir aðspurður aðtröppusmíðin hafi gengið vel, enda hafi hann æft þetta vel í skólanum áður en í sveinsprófiðvar komið.„Erfiðasti parturinn við þetta er að ná stiganum réttum,“segir hann.
Sveinn Andri vann hjá tengdapabba sínum í þrjú ár en hefur undanfarið ár verið með eiginrekstur, þó að þeir vinni oft verkin saman.„Það er alltaf nóg að gera í múrverkinu og mikilvægt fyrir mig að geta verið sjálfstæður líka.“
Sveinn Andri segir að námið hafi verið nokkuð skemmtilegt. Honum reyndist bóklegi hlutinn auðveldur enda segist hann alltaf hafa átt nokkuð gott með að læra. „Þetta er svo sem ekki mjög krefjandi nám bóklega, en maður þarf samt að halda ágætlega á spilunum.“
Áður en tengdapabbi plataði hann í múrverkið hafði Sveinn Andri lagt stund á viðskiptafræðinám í háskólanum. „Ég stefndi á að verða endurskoðandi og sitja inni áskrifstofu og fara í gegn um reikninga. En svo ákvað ég að hætta við það og skella mér í þetta. Og hér er ég enn. Kannski ákveð ég einn daginn að skila BS-ritgerðinni í viðskiptafræðinni og leggja það fyrir mig. En á meðan ég get haft atvinnu af múrverki og get farið í gott fjölskyldufrí til útlanda einu sinni á ári, þá er ég bara sáttur.“
Viðtalið birtist fyrst í Fréttabréfi FIT. Það var tekið vorið 2024.