Nýsveinar tóku við sveinsbréfum

Sveinsbréf voru afhent við fjölmenna og hátíðlega athöfn á Hilton hótel í gær, þriðjudaginn 25. mars. Myndir frá Íslandsmóti iðn- og verkgreina voru sýndar á athöfninni auk þess sem Ari Eldjárn fór með gamanmál. Að venju var boðið upp á veglegar veitingar.
AÐ þessu sinni útskrifuðust 79 nýsveinar úr röðum FIT. Um var að ræða 49 pípara, 22 húsasmiði og 8 málara.
FIT óskar nýsveinum gærdagsins til hamingju með áfangann en hér fyrir neðan má sjá nöfn þeirra sem voru hæstir á sveinsprófi.
Húsasmíði:
Björn Ragnar Lárusson / Byggiðn
Húsgagnabólstrun:
Íris Ósk Hlöðversdóttir / Byggiðn
Pípulagnir:
Elfar Dúi Kristjánsson / Byggiðn Akureyri
Málaraiðn:
Garðar Gunnlaugsson / FIT
Þór Karlsson / FIT
Hér fyrir neðan má sjá myndir frá athöfninni í gær. Sveinsbréf verða næst afhent á Akureyri í byrjun maí.