Skert þjónusta hjá FIT vegna kvennaverkfalls
Búast má með skertri þjónustu á skrifstofum hjá FIT föstudaginn 24. október 2025.
Boðað hefur verið til kvennaverkfalls í tilefni Kvennaárs 2025 en 24. október verða liðin slétt 50 ár frá fyrsta kvennaverkfallinu. Það var sögulegur viðburður á alheimsvísu enda lögðu 90% kvenna á Íslandi niður vinnu þann dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið.
Kraftmikil dagskrá verður um land allt þegar konur leggja niður störf 50 árum eftir fyrsta kvennaverkfallið. Sjá dagskrá.
FIT skorar á alla að leggja sitt af mörkum í baráttunni fyrir raunverulegu jafnrétti. Sýnum konum og kvárum samstöðu og stuðning í verki á þessum mikilvæga degi.
Sérstaklega er skorað á atvinnurekendur að sýna samstöðu í verki og hvetja konur til þátttöku í kvennaverkfalli án þess að það hafi áhrif á kaup þeirra eða kjör.
Búist er við að verkfallið hafi víðtæk áhrif víða um land.




