Mat og viðurkenning á námi erlendis

rh object 4107

Umsækjendur beina umsóknum um mat og viðurkenningu á erlendu námi til ENIC NARIC skrifstofunnar í gegnum vefinn EnicNaric.is. Starfsmenn ENIC NARIC ganga úr skugga um að öll tilskilin gögn fylgi og senda svo umsóknina til umsagnar til Iðunnar fræðslusetur.  Sjá nánar hér; https://www.enicnaric.is/

Þegar umsögn fagaðila liggur fyrir afgreiðir ENIC NARIC skrifstofan umsóknina og leiðbeinir umsækjendum eftir atvikum um næstu skref, t.d. ef niðurstaðan leiðir til útgáfu sérstaks leyfisbréfs sem veitir rétt til starfa í löggiltri iðn hér á landi. Þeir sem njóta góðs af þjónustunni eru bæði ríkisborgarar frá löndum EES-svæðisins og þegnar ríkja utan EES.