Sjúkra- og orlofssjóður

Í 6. gr. laga nr. 55/1980 segir að öllum atvinnurekendum sé skylt að greiða í sjúkrasjóði og orlofssjóði viðkomandi stéttarfélaga, iðgjöld þau sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semja um hverju sinni og samkvæmt þeim reglum sem kjarasamningar greina.

  • Sjúkrasjóðsgjald er 1% af heildarlaunum félagsmanns og greiðist af launagreiðanda.
  • Orlofssjóðsgjald er 0,25% af heildarlaunum félagsmanns og greiðist af launagreiðanda.